Árborg tekur upp rafrænt pósthólf

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarfélagið Árborg hefur unnið að því undanfarin misseri að koma tilkynningum, reikningum og öðrum bréfasendingum til íbúa í stafrænt pósthólf hins opinbera á island.is.

Íbúar og fyrirtæki sem skipta við sveitarfélagið hafa nú aðgang að sínum skjölum á öruggan máta en stafrænt pósthólf felur í sér tíma- og vinnusparnað auk jákvæðra umhverfisáhrifa.

Í frétt frá Árborg segir að bætt þjónusta felist í aðgengi að stafræna pósthólfinu, sem er tiltækt allan sólarhringinn hvar sem viðkomandi er staddur. Þangað berst póstur um leið og hann verður til í kerfum sveitarfélagsins.

Fyrri greinSelfoss og Hamar töpuðu
Næsta greinJóhanna Ýr í leyfi frá bæjarstjórn