Lið Árborgar tapaði fyrir liði Fljótsdalshéraðs í sextán liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu í kvöld.
Keppnin var jöfn framan af en Héraðsbúar náðu góðri forystu um miðbik keppninnar og héldu henni til allt til loka. Lokatölur urðu 93-53.
Lið Árborgar skipa þau Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir, Hrafnkell Guðnason og Gísli Þór Axelsson.