Árekstur á Ölfusárbrú

Truflun varð á umferð um Ölfusárbrú síðdegis á föstudags þegar þar varð árekstur tveggja bifreiða. Þung umferð hafði verið um Suðurlandsveg og röð ökutækja frá hringtorgi og norður fyrir brú.

Ökumaður sem ekki gætti að sér lenti aftan á annari sem hafði verið stöðvuð vegna kyrrstöðu bifreiða sem beið færis að komast inn í hringtorgið. Ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var á hlaut hnykk á háls og herðar og leitaði til læknis.

Fyrri greinFoldarskart Hörpu í bókasafninu
Næsta greinKviknaði í út frá rafmagni