Síðasta sólarhringinn voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í embætti lögreglustjórans á Suðurlandi. Sá sem ók hraðast var á 122 km/klst á Suðurlandsvegi á Hellisheiði.
Rétt fyrir kl. 22 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um umferðarslys á Suðurlandsvegi, rétt austan við Lambleiksstaði í Sveitarfélaginu Hornafirði. Um var að ræða árekstur tveggja bifreiða er komu úr gagnstæðri átt en þeir sem voru þar á ferðinni sluppu án teljandi meiðsla.