Árekstur varð í Kömbunum á sjötta tímanum í kvöld þar sem tveir fólksbílar rákust saman.
Á þessari stundu er ekki vitað um tildrög slyssins né heldur hvort fólk hafi meiðst.
Tvær bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi fyrr í dag. Um eitt leytið missti ung stúlka stjórn á bíl sínum í lausamöl í Miðdal og fór bílveltu. Stúlkuna sakaði ekki.
Klukkustund síðar missti ökumaður lítillar vinnuvélar stjórn á vélinni á Gjábakkavegi og fór bílveltu. Að sögn lögreglunnar slasaðist ökumaðurinn talsvert og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Reykjavík. Talið er að rekja megi slysið til vegaframkvæmda á svæðinu.
mbl.is greindi frá þessu.