Sem fyrr er árgangur 1989 langfjölmennastur íbúa í Hveragerðisbæ en þau eru nú 48 sem búa þar í bæ fædd árið 1989 og hefur fjölgað um fjóra frá því í fyrra.
Næstfjölmennustu árgangar bæjarins eru fæddir árin 1950 og 1996 en þau eru 44 fædd hvort ár. Þar á eftir koma svo árgangar fæddir árið 1947 og 2011 en þau eru 41 fædd á hvoru árinu. 40 manns búa síðan í Hveragerði sem fædd eru árin 1964 og 1952.
Elst Hvergerðinga er Regína Guðmundsdóttir en hún er verður 99 ára þann 12. mars n.k. Er Regína sem lengstum bjó á Selfossi nú búsett á hjúkrunarheimlinu Ási. Þrettán Hvergerðingar eru komir yfir nírætt.
Árið 2016 fæddust 28 börn í Hveragerði sem öll hafa verið boðin velkomin með gjöf frá bæjarfélaginu.
Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum úr þjóðskrá þann 1. janúar 2017 eru íbúar í Hveragerði 2.483 en voru 2.462 fyrir 12 mánuðum. Er þetta aukning um 21 íbúa eða 0,85%. Er þetta heldur minni fjölgun heldur en árið 2016 en þá fjölgaði bæjarbúum um 3,14%. Skýring Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, á minni fjölgun er klárlega húsnæðisskortur sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn áberandi og nú í Hveragerði.