Í dag fór í loftið sunnlenskur annáll á Suðurland FM en þátturinn verður endurfluttur kl. 13 á nýársdag.
Árið hefur verið viðburðaríkt og til að gera það upp mæta á svæðið fjölmiðlamenn landshlutans og sveitastjórnarmenn úr stærstu sveitafélögunum.
Auk þeirra verða á svæðinu þingmenn Suðurkjördæmis, þau Sigurður Ingi Jóhannson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Valur Björnsson og Oddný G. Harðardóttir en má segja að kosningarnar til Alþingis þetta árið hafi verið sögulegar í meira lagi.
Í lok þáttar verður svo, í samstarfi við Krónuna á Suðurlandi, afhjúpaður Sunnlendingur ársins að mati hlustenda Suðurland FM.
Suðurland FM er á bylgjulengdinni fm 96,3 á Suðurlandi, 93,3 í Vestmannaeyjum og nágrenni en einnig er hægt að hlusta á netinu.
Umsjónarmenn eru þeir Valdimar Bragason og Sigmundur Sigurgeirsson.