Ari Trausti hættir á þingi

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, hyggst ekki gefa kost á sér í alþingiskosningunum á næsta ári.

Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Ari Trausti hefur setið á þingi fyrir Vg í Suðurkjördæmi síðan 2016 og leitt lista flokksins í tveimur alþingiskosningum.

Lýk þessum leiðangri mínum á pólitískum háfjöllum þann 25. september nk., fari allt eins og til stendur,“ segir Ari Trausti. „Mér hefur verið heiður að því að starfa með samherjunum góðu í þingflokki VG, öðrum félögum hreyfingarinnar og fólki innan og utan VG um allt land.“

Fyrri greinStrætó rann útaf á Heiðinni
Næsta greinVonbrigði að Kjarval sé lokað með stuttum fyrirvara