Lífeyrissjóður Rangæinga hefur falið Arion banka að fullu að sjá um eignastýringu og rekstur sjóðsins.
Sjóðurinn hefur verið með fjármuni sína í eignastýringu á um fjórum stöðum í gegnum árin en Arionbanki verið einn helsti eignastýringaaðilinn að sögn Þrastar Sigurðssonar framkvæmdastjóra sjóðsins.
Hann segir það hafa verið metið hagstætt að fara þessa leið. Að undanförnu hafi kröfur um rekstur slíkra sjóða verið hertar allnokkuð og rekstrarumhverfið orðið flóknara.
Að sögn Þrastar eru virkir sjóðsfélagar um 860 talsins en um níu þúsund manns hafa hinsvegar réttindi innan hans, með mismiklar útgreiðslur.