Arna Ír ráðin til SASS

Arna Ír Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Arna Ír Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri farsældarráðs hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Um nýja stöðu er að ræða innan samtakanna til tveggja ára.

Arna hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði velferðarmála og félagsþjónustu. Hún hefur starfað sem sérhæfður ráðgjafi í málaflokki fatlaðs fólks og unnið að stefnumótun, þjónustuþróun og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og stofnanir.

Hún er með bakgrunn í félagsráðgjöf og stjórnsýslu, hefur góða þekkingu á farsæld og langa reynslu af samvinnu við opinbera aðila og notendur þjónustu.

Fyrri greinFjör í fyrri hálfleik
Næsta greinSandvíkurtjaldurinn er lentur