Arnon ehf í Hveragerði bauð lægst í jarðvegsframkvæmdir, malbikun og frágang við Hamarshöllina í Hveragerði sem vinna á á þessu ári.
Um er að ræða frágang á hluta bílaplansins við Hamarshöllina og bárust alls tíu tilboð í verkið.
Tilboð Arnon hljóðaði upp á rúmar 32,5 milljónir króna en aðeins munaði 55.306 krónum á tveimur lægstu tilboðunum. Næst lægst var tilboð Aðalleiðar ehf en það var 1% hærra en tilboð Arnon.
Þessi tvö tilboð voru einu tilboðin sem voru undir kostnaðaráætlun sem Verkís gerði fyrir Hveragerðisbæ, tæplega 35,6 milljónir króna.
Önnur tilboð í verkið áttu Gleipnir verktakar 36 milljónir króna, Sportþjónustan ehf 37 milljónir, HB vélar ehf 37 milljónir, Smávélar 37,7 milljónir, Borgarverk 39 milljónir, Stéttafélagið ehf 39,6 milljónir, Garpar ehf 43 milljónir og Garðasmíði ehf 53,4 milljónir.
Bæjarráð Hveragerðis lagði það til við bæjarstjórn að taka tilboði Arnon ehf enda uppfylli félagsins skilyrði útboðsgagna.