Ársþing Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, verður sett í Leikskálum í Vík í Mýrdal í dag kl. 9.
Á þinginu fer fram aðalfundur SASS, ársfundur þjónustusvæðis málefna fatlaðra og aðalfundir Skólaskrifstofu Suðurlands, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.
Á laugardagsmorgun verður m.a. stefnumótunarfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og Sigurður Tómas Björgvinsson, stjórnsýslufræðingur, mun kynna skýrslu um eflingu sveitarstjórnarstigsins á Suðurlandi.
Þinginu lýkur síðdegis á laugardag með afgreiðslu ályktana þingsins.