Dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði hlaut hæsta framlagið þegar úthlutað var úr Framkvæmdasjóði aldraðra á dögunum.
Alls var úthlutað 360 milljónum króna til 24 verkefna en Ás fær rúmlega 99,9 milljónir króna til uppbyggingar á nýju eldhúsi og matsal fyrir íbúa.
Þá fékk Hjúkrunarheimilið Lundur á Hellu tæplega 4,3 milljón króna styrk vegna endurbóta á einstaklingsrýmum og hreinlætisaðstöðu og sömuleiðis 320 þúsund króna styrk vegna uppfærslu á sjónvarpskerfi.