Ás leitar að bakvörðum í ýmis störf

Ljósmynd/Ás

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði leitar nú leiða til að fyrirbyggja hugsanlega manneklu á heimilinu í ljósi aðstæðna í samfélaginu.

„Einn liður í því er að setja saman bakvarðasveit sem við getum leitað til og hefur þekkingu eða reynslu í umönnun, hjúkrun, eldhússtörfum eða ræstingu og getur hafið störf með skömmum fyrirvara. Um tímabundið starf væri að ræða og í boði tímavinna, fullt starf og hlutastarf, eftir því sem aðstæður leyfa,“ segir Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Ási.

Þeir sem sjá sér fært að aðstoða eru beðnir um að senda nafn, símanúmer og hvaða störfum þeir gætuð sinnt, á netfangið huldast@dvalaras.is. Verði þörf á að kalla eftir aðstoð mega þeir sem skrá sig í bakvarðasveitina eiga von á símtali frá Ási.

Fyrri greinMikið tjón á Efra-Seli eftir eldsvoða
Næsta greinVélsleðaslys í Veiðivötnum