Íbúar Ásahrepps kolfelldu tillögu um sameiningu við Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp, sem kosið var um í dag.
Já sögðu 27 eða 19,9% en nei sögðu 107 eða 78,7%. Tillagan var því felld í Ásahreppi.
Auð atkvæði voru 2 eða 1,4% af greiddum atkvæðum
Á kjörskrá voru 159 einstaklingar, samtals greiddu 136 atkvæði eða 85,5% af þeim sem voru á kjörskrá.