L-listinn sigraði í fyrstu listakosningunum sem haldnar hafa verið í Ásahreppi og fær þrjá hreppsnefndarmenn af fimm.
Á kjörskrá voru 149 kjósendur og talin hafa verið 133 atkvæði. Kjörsókn liggur ekki fyrir.
L-listinn fékk 77 atkvæði eða 58,33% og þrjá hreppsnefndarfulltrúa.
E-listi Einingar fékk 55 atkvæði eða 41,67% og tvo hreppsnefndarfulltrúa.
Kjörnir fulltrúar:
- Ásta Berghildur Ólafsdóttir, L-lista
- Elín Grétarsdóttir, E-lista
- Guðmundur J. Gíslason, L-lista
- Ágústa Guðmarsdóttir, E-lista
- Brynja J. Jónasdóttir, L-lista
Egil Sigurðsson, oddvita, sem var í 3. sæti E-listans vantaði 23 atkvæði til þess að ná inn í hreppsnefnd.