Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að óska eftir sameiningarviðræðum við nágrannasveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra.
Samhliða forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn var lögð fram skoðanakönnun um áhuga íbúa Ásahrepps á sameiningu við innan Rangárvallasýslu. Alls tóku 120 íbúar þátt í skoðanakönnuninni og varð niðurstaðan sú að 67 sögðu nei, eða 55,8% og 52 sögðu já, eða 43%. Einn seðill var auður.
Af þeim sem sögðu já merktu 24 við Rangárþing ytra sem helsta sameiningarkost og 25 sem merktu við Rangárþing ytra og Rangárþing eystra. Þrír merktu við báða valkosti.
Töluverð umræða varð um málið á síðasta fundi hreppsnefndar og þrátt fyrir að meirihluti kjósenda hafi sagt nei við sameiningarviðræðum varð niðursaða hreppsnefnar sú að óska eftir sameiningarviðræðum við bæði Rangárþing ytra og Rangárþing eystra.