Sveitarstjórn Ásahrepps hefur samþykkt að ganga til samninga við Tónsmiðjuna á Selfossi um tónlistarnám fyrir tíu nemendur í sveitarfélaginu.
Tónsmiðjan ábyrgist að kennsla þeirra nemenda, sem innritaðir eru í skólann sé í samræmi við lög og reglugerðir og aðrar stjórnvaldsákvarðanir sem áhrif kunna að hafa á rekstur tónlistarskóla.
Egill Sigurðsson, oddviti sat hjá við afgreiðslu samningsins vegna náms dóttur sinnar hjá Tónsmiðjunni.