Lið Ásahrepps tapaði 51-54 þegar liðið mætti Fjarðabyggð í Útsvarsþætti kvöldsins í Ríkissjónvarpinu.
Keppnin var hörkuspennandi en Fjarðabyggð tók sigurinn í lokaspurningu kvöldsins.
Lið Ásahrepps skipuðu þau Björk Jakobsdóttir, sumarhúsaeigandi, Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson í Ásamýri og Ölvir Karlsson í Þjórsártúni.
Ásahreppur er fámennasta sveitarfélagið sem tekur þátt í Útsvarinu í ár og er áhuginn á keppninni mikill í sveitarfélaginu. Fróðir menn töldu að um 25% íbúanna væru mættir í sjónvarpssal til að styðja sitt lið. Íbúarnir eru um 190 talsins.
Lið Ásahrepps á ennþá möguleika á því að komast áfram í 2. umferð sem eitt af stigahæstu tapliðunum.