Askan fellur nálægt gosinu

Öskufall heldur áfram suður- og suðaustur af jöklinum í dag en vindátt snýst svo í NA og mun öskufallið færast í suðvestur.

Spáð er hægum vindi. Það, ásamt lítilli öskumyndun, gerir að verkum að askan mun ekki falla langt frá gosstöðvunum.

Veðurstofan spáir því að öskufallið verði mjög nálægt gosstöðvunum næstu fjóra daga.

Askan mun skolast hratt burt þegar fer að rigna að ráði.

Fyrri greinÍbúafundir í Rangárþingi í dag
Næsta greinSlóðavinir með fræðslufund