Gunnar Egilsson leiðir D-lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í Árborg. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, er í baráttusætinu, 5. sæti listans.
Uppstillingarnefnd stillti upp listanum og var tillaga nefndarinnar samþykkt á fundi sjálfstæðisfélaganna í Árborg í Tryggvaskála í kvöld.
D-listinn fékk 51% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hreinan meirihluta annað kjörtímabilið í röð, eða fimm bæjarfulltrúa. Allir núverandi bæjarfulltrúar flokksins eiga sæti á listanum. Sandra Dís Hafþórsdóttir skipar heiðurssætið, en hún gaf ekki kost á sér í eitt af efstu sætunum. Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, skipar 2. sæti listans.
D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg:
- Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
- Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
- Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi
- Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi
- Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar og bæjarfulltrúi.
- Sveinn Ægir Birgisson, skólaliði
- Þórhildur Ingvadóttir, dagforeldri
- Magnús Gíslason, sölustjóri
- Karolin Zoch, aðstoðarverslunarstjóri
- Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari
- Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri
- Ragnheiður Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur
- Gísli Á. Jónsson, húsasmíðameistari
- Sigríður Guðmundsdóttir, formaður félags eldri borgara
- Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, nemi
- Gísli Gíslason, flokksstjóri
- Guðrún Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður
- Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi