Ástand Ölfusárbrúar alvarlegt

Vegagerðin hefur á næstu vikum rannsókn á því hvort tæring sé komin í burðarkapla Ölfusárbrúar.

Í skýrslu sem Efla verkfræðistofa vann fyrir Vegagerðina er greint frá ummerkjum um tæringu og slitna strengi í köplum og að núverandi brotöryggi sé orðið óásættanlegt.

Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, segir að frekari rannsóknir verði gerðar á brúnni strax í sumar. Slæmt ástand hennar geti mögulega haft áhrif á það hvenær hafist verði handa við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá.

Skýrsluhöfundar segja að með góðu viðhaldi og vöktun ætti að vera hægt að tryggja endingu brúarinnar til næstu 50 ára þrátt fyrir aukið álag.

Á sama tíma var Iðubrú yfir Hvítá rannsökuð en ástand hennar var metið mjög gott.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinGrýlupottahlaup 4 – Úrslit
Næsta greinFerðafólk fylgist með veðurspám