Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið að störfum víða um land í dag vegna ófærðarinnar.
Nú síðdegis voru sveitir frá Hveragerði og Eyrarbakka sendar til aðstoðar á Hellisheiði, í Svínahrauni og á Sandskeiði þar sem var lítið skyggni og nokkuð um fasta bíla en ástandið var verst við Litlu kaffistofuna.
Ökumenn hafa verið aðstoðaðir í ófærð víða um land en gera má ráð fyrir að hátt í 100 björgunarsveitamenn hafi tekið þátt í aðgerðum dagsins um land allt.