Alls taka átján frambjóðendur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg þann 19. mars næstkomandi en framboðsfrestur rann út í gær.
Af frambjóðendum eru sjö konur og ellefu karlar með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Þátttaka í prófkjörinu er óvenju góð en kosið verður um sjö efstu sætin.
Frambjóðendur eru eftirfarandi í stafrófsröð:
- Anna Linda Sigurðardóttir, deildarstjóri
- Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi
- Björg Agnarsdóttir, bókari
- Bragi Bjarnason, deildarstjóri
- Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
- Fjóla St. Kristinsdóttir, sjálfstætt starfandi kennari og ráðgjafi
- Gísli Rúnar Gíslason, húsasmíðanemi
- Guðmundur Ármann Péturssson, framkvæmdastjóri
- Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri
- Helga Lind Pálsdóttir, félagsráðgjafi
- Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri
- Kjartan Björnsson, rakari
- Magnús Gíslason, raffræðingur
- María Markovic, hönnuður og kennari
- Ólafur Ibsen Tómasson, sölumaður og slökkviliðsmaður
- Sveinn Ægir Birgisson, námsmaður og varabæjarfulltrúi
- Viðar Arason, öryggisfulltrúi
- Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, dagforeldri/leikskólaliði
Hægt er að kynna sér einstaka frambjóðendur hér.