Átján umsækjendur eru um stöðu bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Ölfusi en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Meðal umsækjenda eru Ásta Stefánsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árborgar, Björn Ingi Jónsson, fráfarandi bæjarstjóri í Hornafirði, Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Gísli Halldór Halldórsson, fráfarandi bæjarstjóri á Ísafirði og Magnús Stefánsson, fráfarandi bæjarstjóri í Garði.
Umsækjendurnir eru þessir:
Anna Greta Ólafsdóttir, sérfræðingur
Ármann Halldórsson, framkvæmdastjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri
Baldur Þórir Guðmundsson, útibússtjóri
Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri
Björn S. Lárusson, verkefnastjóri
Daði Einarsson, verkefnastjóri
Edgar Tardaguila, móttaka
Elliði Vignisson, bæjarstjóri
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Glúmur Baldvinsson, MSc í alþjóðastjórnmálum
Gunnar Björnsson, viðskiptafræðingur
Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri
Rúnar Gunnarsson, sjómaður
Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri