Átta í einangrun á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Níu einstaklingar eru í einangrun á Suðurlandi í dag, vegna COVID-19 og 7 í sóttkví.

Af þessum níu eru átta í einangrun á Selfossi og þar eru fjórir í sóttkví, að því er fram kemur í daglegum tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Þá er 71 einstaklingur í skimunarsóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í skimun á landamærunum og hefur þessi tala lækkað mikið síðan fyrir páska, væntanlega með tilkomu sóttvarnahótels í Reykjavík.

Í gær greindust fjögur kórónuveirusmit innanlands og voru allir í sóttkví en þetta kemur fram á covid.is.

Fyrri greinInnbrot á gámasvæðum á Selfossi og Strönd
Næsta greinHéraðsþingi HSK frestað um tvær vikur