Átta einstaklingar eru í einangrun á Suðurlandi í dag vegna COVID-19, nær allir á Selfossi.
Alls eru 7 í einangrun á Selfossi og þar í bæ eru einnig 89 í sóttkví en samtals eru 103 í sóttkví á Suðurlandi. Flestir þeirra sem eru í sóttkví á Selfossi tengjast smitum sem komu upp hjá í Álfheimum og Vallaskóla á Selfossi.
Allir þeir sem voru smitaðir í Mýrdalshreppi hafa verið útskrifaðir og því eru engin smit í V-Skaftafellssýslu og ekki heldur í Rangárvallasýslu. Þetta kemur fram í daglegum tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þá eru 115 einstaklingur í skimunarsóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í skimun á landamærunum.
Í gær greindust tíu kórónuveirusmit innanlands og var einn utan sóttkvíar en þetta kemur fram á covid.is.