Fangavörður á Litla-Hrauni greindist með COVID-19 í gærkvöldi. Átta fangaverðir eru komnir í sóttkví vegna þessa og starfsemi fangelsisins verður takmörkuð næstu daga.
Öllum heimsóknum gesta á Litla-Hraun er frestað fram yfir helgina og í öðrum fangelsum þurfa fullorðnir gestir að framvísa hraðprófi.
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði í samtali við RÚV að á meðan verið sé að átta sig á umfangi smitanna þurfi að takmarka umferð um fangelsið og kalla út fólk á aukavaktir en forðast verði að flytja fangaverði á milli fangelsa.