Lögreglan á Suðurlandi kærði átta ökumenn fyrir að aka of hratt í liðinni viku. Sex þeirra voru á ferðinni í Árnessýslu en tveir í Rangárvallasýslu.
Í dagbók lögreglunnar kemur fram að einn ökumaður var kærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis og annar fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.