„Vonandi getum við byrjað, sem fyrst í haust þegar samningar hafa verið undirritað-ir í lok ágúst,“ segir Drífa Hjartardóttir sveitarstjóri í Rangárþingi ytra en hreppsnefndir bæði Rangárþings ytra og Ásahrepps hafa samþykkt fyrir sitt leyti samning við ríkið um byggingu átta nýrra einmenningsherbergja við hjúkrunarheimilishlutann á Lundi á Hellu.
Í samningnum felst að sveitarfélögin tvö greiði 70% kostnaðarins og ríkið 30%. Vonir stóðu til að ríkið fengist til að greiða 85% en ekki fékkst heimild til þess.
Velferðarráðuneytið hefur samþykkt að fara þessa leið og að sögn Drífu ættu framkvæmdir að geta hafist um leið og undirritun samninga hefur átt sér stað.
„Þetta hefur tekið okkur fjögur ár, og við erum auðvitað ánægð að ná þessu fram,“ segir Drífa.