Átta einstaklingar sóttu um starf tæknimanns til starfa hjá skipulags- og byggingardeild Sveitarfélagsins Árborgar sem auglýst var nýverið.
Um er að ræða fullt starf og þarf sá sem ráðinn verður til starfans að geta hafið störf sem fyrst.
Umsækjendurnir eru:
Einar Magni Jónsson, húsasmíðameistari
Eyþór Smári Snorrason, burðarþolshönnun og teiknivinna
Haraldur Kr. Haraldsson, verkefnisstjóri
Jose Wilon Anover, civil engineer
Leifur Leifsson, byggingartæknifræðingur
Stefán Guðmundsson, sjálfstætt starfandi
Tariq Ait Akka, verkstjóri
Valgeir Ólafur Flosason, verkefnastjóri
Á starfssviði tæknimannsins verður meðal annars yfirferð aðaluppdrátta, sérteikninga og annarra hönnunargagna, áfanga- og stöðuúttektir og öryggis- og lokaúttektir auk almennra starfa á skipulags- og byggingardeild sveitarfélagsins.