Í gær sinnti hópur á hálendisvakt björgunarsveita um 12 klukkustunda útkalli við leit að göngufólki sem hafði ekki skilað sér í skála.
„Þrátt fyrir að dagatalið sýni að langt sé liðið á júní endurspegla aðstæður á hálendinu það ekki en snjór er víða mjög mikill,“ segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Snjórinn gerði nokkrum göngumönnum á leið um Laugaveginn erfitt fyrir og þegar nokkrir þeirra höfðu ekki skilað sér í skála í Álftavatni í gær var hafin leit að þeim. Eftir um 8 klukkustunda leit í slæmu skyggni fannst tjald þeirra á fjallshrygg en þar höfðu þau sett niður tjaldið og ekki treyst sér til að tjalda á snjó sem var allt í kring.
„Hér fór þó vel en nauðsynlegt er að benda á að áætla þarf aukinn tíma í lengri göngur á hálendinu á næstunni og afla sér upplýsinga um aðstæður,“ segir ennfremur í tilkynningu Landsbjargar.