Átti ekki að hafna Heilögum papa

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ákvæði reglna ÁTVR um að merkingar á umbúðum megi ekki brjóta í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúarbragða, hafi ekki lagastoð.

Umboðsmaður komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa fjallað um kvörtun frá lögmanni brugghússins í Ölvisholti, sem ætlaði að setja á markað bjór undir nafninu Heilagur papi.

ÁTVR hafnaði umsókn um að selja bjórinn þar sem vörumerki og heiti bjórsins voru talin brjóta í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúarbragða. Fjármálaráðuneytið staðfesti þessa ákvörðun.

Umboðsmaður taldi að reglur ÁTVR hefðu ekki næga lagastoð. Þá taldi hann að úrskurður fjármálaráðuneytisins hefði ekki fullnægt kröfum stjórnsýslulaga um efni rökstuðnings.

Vefur Umboðsmanns Alþingis

Fyrri greinJarðskjálftasýningin opnuð
Næsta greinStyttist í útboð almenningssamgangna