Sl. mánudag tók hópur fólks í atvinnuleit við lyklavöldum í Smiðjunni við Austurveg á Selfossi.
Sveitarfélagið Árborg leggur hópnum til endurgjaldslaust afnot af húsinu en skipulagning á starfseminni Smiðjunnar og dagleg ábyrgð verður í höndum hópsins.
Til stendur að húsnæðið verði notað sem félags-, fræðslu- og nýsköpunarmiðstöð fólks sem er í atvinnuleit. Á síðasta ári opnaði sveitarfélagið Smiðjuna í svipuðum tilgangi en starfsemi hennar náði ekki flugi og var hætt vegna lítillar þátttöku atvinnuleitenda.
Stefnt er að því að formleg starfsemi fari af stað eftir páska.