Atvinnuleysi mældist 7,7% í nóvember síðastliðnum á landsvísu sem er í neðri mörkum þess sem reiknað var með.
Þannig hafði Vinnumálastofnun fyrir um mánuði síðan talið líklegt að atvinnuleysið yrði á bilinu 7,6%-8,0%. Atvinnuleysi á Suðurlandi var 5,7% sem jafngildir því að meðalfjöldi atvinnulausra hafi verið 791. Þetta er nokkur aukning frá sama tíma í fyrra en þá var atvinnuleysi á Suðurlandi 5,2%.
Á milli kynja skiptist þetta þannig að 6% karla voru atvinnulausir en 5,4% kvenna, það jafngildir því að 447 karlar voru atvinnulausir en 344 konur. Langflestir atvinnulausra á Suðurlandi voru á Árborgarsvæðinu eða 401 talsins. Í Hveragerði eru 97 atvinnulausir. Til samanburðar má nefna að í Vestmannaeyjum voru aðeins 54 atvinnulausir. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi voru 9 atvinnulausir. Athygli vekur að samkæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar var aðeins eitt starf laust á Suðurlandi en voru 5 í október og 14 í nóvember í fyrra.