Atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Byggðastofnun, HMS, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök iðnaðarins og SASS standa fyrir opnum fundi um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi miðvikudaginn 15. nóvember á Hótel Selfossi, frá kl. 11:30 til 13:00.

Á fundinum verður farið yfir stöðu á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni.

Húsið opnar kl. 11:15 og verður boðið upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur. Fundargestum er boðið samtal við frummælendur eftir fundinn. Fundarstjóri er Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar.

Frummælendur á fundinum er Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá HMS, Hugrún Ýr Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá HMS, Guðbjörg Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun, Lóa Auðunsdóttir, sérfræðingur hjá HVIN og Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri hjá SI.

Einnig verður boðið upp á fund á Höfn í Hornafirði þann 21. nóvember og verður dagskrá þess fundar auglýst síðar.

Fyrri grein„Ein glæsilegasta byggingavöruverslun í Evrópu“
Næsta greinStaða bænda veldur sveitarstjórn þungum áhyggjum