Auðbjörg sæmd fálkaorðu

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri, var í dag sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð.

Mikið hefur mætt á viðbragðsaðilum í Vestur-Skaftafellssýslu á undanförnum mánuðum og stór mannskæð slys orðið á þjóðvegum sýslunnar. Auðbjörg Brynja var fyrst á vettvang rútuslyssins í Eldhrauni þann 27. desember 2017 og réttu ári síðar, þann 27. desember 2018, var hún aftur fyrst á slysstað þegar jeppi fór fram af brúnni við Núpsvötn.

Auk Auðbjargar sæmdi forseti Íslands fimmtán aðra Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Orðuhafar á Bessastöðum í dag. Ljósmynd/forseti.is
Fyrri greinFimmtán slökkviliðsmenn útskrifaðir
Næsta greinErla ráðin aðstoðarleikskólastjóri