Auðverk ehf í Hveragerði bauð lægst í gatnagerð í Hrauntungu og Tröllatungu, nýjum götum í Hveragerði sem tilbúnar eiga að vera í júní á næsta ári.
Verkkaupi er Hveragerðisbær en auk þessara tveggja gatna felur verið í sér mögulega stækkun í framhaldinu með fleiri götum í hverfinu.
Tilboð Auðverks hljóðaði upp á 242,9 milljónir króna og er 71,8% af kostnaðaráætlun Hveragerðisbæjar, sem er 338,2 milljónir króna.
Sex tilboð til viðbótar bárust í verkið og reyndust öll nema eitt undir kostnaðaráætlun. Gröfutækni bauð 278,5 milljónir króna, JJ Pípulagnir og Jarðtækni 283, 1 milljón, Stórverk 283,9 milljónir, Smávélar 305,3 milljónir, Borgarverk 319,5 milljónir og Stéttarfélagið 371,6 milljónir króna.