Auglýst eftir áhugasömum bjóðendum

Nýja brúin á Ölfusá verður 330 m löng stagbrú með turni á Efri-Laugardælaeyju. Mynd/Vegagerðin

Vegagerðin hefur auglýst eftir áhugasömum bjóðendum vegna fyrirhugaðs útboðs nýrrar Ölfusárbrúar.

Verkið verður framkvæmt í samvinnuverkefni sem felur í sér fjármögnun, hönnun, framkvæmd og viðhald og rekstur mannvirkisins til allt að 30 ára.

Vegagerðin leitar eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja um verkið, en væntanleg útboð á verkinu geta verið fyrir verkefnið í heild sinni eða sem útboð um einstaka þætti, svo sem alútboð með hönnun og framkvæmd, útboð um fjármögnun og útboð um rekstur og viðhald.

Nýja Ölfusárbrúin yfir Efri-Laugardælaeyju erður 330 metra löng stagbrú en auk þess þarf að leggja 3,7 km veg ásamt tenginum og undirgöngum fyrir akandi, gangandi, hjólreiðafólk og hestamenn.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þann 3. maí næstkomandi en skráningin felur ekki í sér skuldbindingu um þátttöku í útboði á síðari stigum.

Fyrri greinNýja Árborg, við elskum þig!
Næsta greinGullregn