Á fundi Sjálfstæðisfélagsins Fróða á mánudagskvöld var ákveðið að efna til prófkjörs við val á frambjóðendum D-lista til sveitarstjórnarkosninga í Rangárþingi ytra nú í vor.
Prófkjörið verður haldið laugardaginn 12. apríl. Á fundinum voru nokkrir sem boðuðu framboð sitt, meðal annars Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum, rektor Landbúnaðarháskóla, sem hyggst gefa kost á sér til forystu á listanum.
Samkvæmt heimildum Sunnlenska gaf Anna María Kristjánsdóttir á Helluvaði kost á sér áfram en hún sat í 3. sæti D-listans við síðustu kosningar. Hinir hreppsnefndarmenn D-listans Guðmundur Ingi Gunnlaugsson oddviti og Þorgis Torfi Jónsson formaður hreppsráðs, gáfu ekki upp á fundinum hvað þeir ætluðu að gera.
UPPFÆRT 7.3 KL. 13:38