Auglýst hefur verið eftur forstöðumanni Kötluseturs ses. í Vík í Mýrdal. Um er að ræða 50% starf fyrst um sinn.
Kötlusetri er í framtíðinni ætlað að verða hvortveggja í senn Rannsókna- og fræðasetur og menningarmiðstöð í Vík í Mýrdal.
Verkefni forstöðumanns felst í að móta starfið til framtíðar í samvinnu við stjórn. Í upphafi verður höfuðáherslan í starfsemi Kötluseturs lögð á ferðaþjónustu og menningartengda starfsemi. Þá mun Kötlusetur verða tengiliður Mýrdælinga við samstarfsverkefnið Kötlu-Jarðvang á sviði jarðfræðitengdrar ferðamennsku.
Um er að ræða 50% starf fyrst um sinn, utan helsta annatímans í ferðaþjónustunni en fullt starf á mesta álagstímanum. Stefnt er að því að sem fyrst verði um fullt starf að ræða allt árið. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2011.