Skálholtsstaður hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra sem ætlað er að gegna lykilhlutverki í að byggja upp starfsemina á Skálholtsstað til framtíðar.
Í tilkynningu á vef kirkjunnar segir að hlutverk framkvæmdastjórans verði meðal annars að kynna Skálholtsstað í ljósi helgi, sögu, tónlistarlífs og fræðslu með því að efla námskeiðs-, kyrrðardaga-, tónleika-, funda- og ráðstefnuhald og gera Skálholt að eftirsóknarverðum stað til að sækja heim.
Umsóknarfrestur rennur út þann 30. september.