Biskup Íslands hefur auglýst laust starf prests til þjónustu í Selfossprestakalli. Ninna Sif Svavarsdóttir, fyrrum prestur í prestakallinu, var á dögunum skipuð sóknarprestur í Hveragerði.
Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að ráðning liggur fyrir.
Í Selfossprestakalli eru fjórar sóknir, þ.e. Selfosssókn, Laugardælasókn, Hraungerðissókn og Villingaholtssókn. Í prestakallinu starfa sóknarprestur og prestur, auk þess sem héraðsprestur hefur starfað við prestakallið.
Umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 6. febrúar næstkomandi.