Biskup Íslands hefur auglýst eftir sóknarpresti til þjónustu í Breiðabólsstaðarprestakalli. Viðkomandi mun taka við af sr. Önundi Björnssyni, sem lætur af störfum sökum aldurs í sumar.
Í Breiðabólsstaðarprestakalli eru fimm sóknir, Stórólfshvolssókn, Breiðabólsstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krossókn. Í prestakallinu eru fimm kirkjur og ein kapella. Heildarfjöldi íbúa eru 1.629.
Prestakallinu fylgir prestssetrið Breiðabólsstaður en þar er prestinum skylt að hafa aðsetur og lögheimili.
Umsóknir um starfið þurfa að berast fyrir 13. júlí næstkomandi. Þær fara til þriggja manna matsnefndar sem velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna. Kjörnefnd prestakallsins kýs að því loknu úr þeim hópi.