Lögreglan á Suðurlandi mun auka eftirlit á Hellisheiði og í Kömbum á meðan á vegaframkvæmdum þar stendur.
Lögreglan minnir vegfarendur á að hámarkshraði hefur verið lækkaður úr 90 km/klst í 70 km/klst þarna vegna framkvæmda sem þar standa yfir.
Ökumenn sem mælast á 96-100 km hraða á þessari leið mega eiga von á 40.000 kr sekt og 1 punkti í ökuferilsskrá.
Ökumenn sem mælast á 101-110 km hraða á þessari leið mega eiga von á 50.000 kr. sekt og 2 punktum í ökuferilsskrá.
Lögreglan hvetur vegfarendur til að fara varlega, fylgjast vel með umferðarmerkjum, virða umferðarreglurnar og taka tillit til þeirra sem starfa við þessar framkvæmdir.