Aukið eftirlit með Mýrdalsjökli

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Hvolsvelli hafa undanfarna daga fylgst náið með jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli í samvinnu við vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Ákveðið hefur verið að vísíndamenn fljúgi yfir jökulinn núna síðdegis til þess að skoða aðstæður. Ekki hefur verið talin ástæða til að lýsa yfir háskastigi almannavarna.

Vísindamannaráð almannavarna mun hittast á morgun miðvikudaginn 7. september og fara yfir stöðu og þróun mála.

Fyrri greinGrímur sigraði á afmælismótinu
Næsta greinAukinn órói undir Mýrdalsjökli