
Í kvöld og nótt er spáð talsverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu. Mikil úrkoma verður á sunnanverðum Vestfjörðum, og síðar í kvöld í grennd við fjöll sunnanlands, t.d. við Mýrdalsjökul og Langjökul.
Í tilkynningu frá vatnasérfræðingi Veðurstofunnar segir að svona mikil úrkomuákefð geti aukið skriðu- og grjóthrunshættu á þessum svæðum.
Ferðafólk er hvatt til að sýna sérstaka aðgát í fjallendi og við vöð.