Vegna gangsetningar nýrra niðurdælingarholna við Hellisheiðarvirkjun er mat vísindafólks að tímabundnar auknar líkur verði á jarðskjálftum á niðurdælingarsvæði Hellisheiðarvirkjunar.
Flæði í holurnar er aukið í þrepum til að lágmarka líkur á finnanlegri skjálftavirkni samkvæmt verklagi um breytingar í niðurrennsli.
Gangsetningin hófst í dag, föstudag, og áætlað er að henni verði lokið mánudaginn 28. ágúst.