Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Árborgar í byrjun apríl voru teknar fyrir nokkrar umsóknir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsnæði.
Alls var veitt leyfi fyrir sextán íbúðum, þar af tveimur einbýlishúsum, þremur parhúsum og tveimur fjögurra íbúða raðhúsum. Um er að ræða byggingar sem munu rísa í Austurbyggð, Hagalandi og við Jaðar.
Á sama fundi voru teknar fyrir átta beiðnir frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsagnir vegna umsókna um gistileyfi víðs vegar í sveitarfélaginu.