Austurvegi lokað vegna endurnýjunar á veitukerfum

Mynd sem sýnir hjáleiðina og vinnusvæðið.

Þjóðvegi 1 um Austurveg á Selfossi verður lokað þann 13. maí næstkomandi vegna framkvæmda á svæðinu frá Langholti að Laugardælavegi.

Framkvæmdirnar snúast um endurnýjanir í veitukerfum Selfossveitna til að mæta þörfum stækkandi byggðar. 

Vegfarendur eru beðnir um að gaumgæfa vinnusvæðamerkingar vel og fara eftir tímabundnum merkingum, því þær eiga að tryggja öryggi allra í grennd við framkvæmdasvæðið. Breytingar munu verða á skiltum og leiðbeiningum á verktíma og því mikilvægt að veita þeim fulla athygli.

Hjáleiðir verða um Langholt, Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg.

Aðgengi um Laugardælaveg og Langholt geta takmarkast að hluta á meðan framkvæmdum stendur.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna fulla aðgát og tillitssemi í garð verktaka og annarra vegfarenda en það er lykilatriði í að framkvæmdin gangi hratt og örugglega fyrir sig.

Fyrri greinSmávélar stækka Sambyggðina
Næsta greinHjákátlegt að þeir sem búa næst uppsprettunni greiði hærra verð